Tveir lögreglumenn leituðu á Slysadeild eftir að hafa verið bitnir við skyldustörf í Borginni. Ekki er vitað um áverka þeirra eða bitsár.
Lögreglan var á þönum í nótt. Sjö líkamsárásir voru tilkynntar á 12 klukkustundum þótt talsvert minna hafi verið um að vera í miðbænum í gærkvöld en síðustu helgar.
Tíu voru vistaðir í fangaklefum lögreglu í nótt og munu horfast í augu við gjörður sínar í morgunsárið.
Karlmaður var handtekinn eftir að hafa sýnt af sér óæskilega hegðun við íþróttasvæðið í Laugardal. Hann var ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar runnið er af honum og hann krafinn skýringa á athæfi sínu.
Hamslaus kona var handtekin fyrir líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þá voru tveir karlmenn handteknir í aðskildum málum þar sem þeir voru að stofna til slagsmála í miðbænum og neituðu svo að segja til nafns þegar lögregla hafði af þeim afskipti. Eiga þeir von á að vera kærðir.