Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Niðurstaðan í máli Jóns Baldvins: „Dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í því sem hann sjálfur hefur kallað „Rassastrokumálið“. Var hann sakaður um að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur sem stödd var á heimili Jóns og Bryndísar konu hans, á Spáni sumarið 2018, ásamt móður sinni og tveimur öðrum gestum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur Jóns Baldvins í málinu, sagðist í samtali við Mannlíf vera ánægður með dóminn. „Dómurinn er vel rökstuddur og réttur.“ Aðspurður um líkurnar á áfrýjun ákæruvaldsins í málinu segir Vilhjálmur það ekki vera hans að svara. „Ég tel að dómurinn sé vel rökstuddur og lögfræðilega réttur og sé enga ástæðu fyrir því að þessari niðurstöðu Héraðsdóms verði áfrýjað. En ákæruvaldið á lokaorð um það.“

Hér fyrir neðan má lesa niðurstöðu Héraðsdóms:

„Niðurstaða Ákærði neitar sök.

Lögð var fram kæra á hendur ákærða f.h. Carmenar í mars 2019 eða rúmum átta mánuðum eftir atburðinn sem í ákæru greinir og kvað Carmen ástæðuna þá hún hefði ekki verið viss hvort hún ætti leita til lögreglu á Spáni eða á Íslandi

Vitnið Laufey Ósk Arnórsdóttir hafði uppi ásakanir á hendur ákærða við borðhaldið, eins og rakið var, en brotaþolinn Carmen gerði það fyrst við skýrslutöku hjá lögreglunni 19. mars 2019, eða níu mánuðum eftir atburðinn sem í ákæru greinir. Vitnið Carmen lýsti atburðum svo hún hefði verið hella í vínglös sem öll voru á einum stað á borðinu og staðið við hægri hlið ákærða er hann strauk á henni rassinn en hún hefði klæðst kjól. Hún hefði sest eftir þetta og síðar farið niður, eins og rakið var

- Auglýsing -

Vitnið Laufey Osk, móðir Carmenar, lýsti atburðum svo þegar allir voru sestir til borðs hefði Carmen staðið upp, sótt vínflösku, og er hún stóð hægra megin við ákærða skenkja í glösin hefði hann teygt höndina upp eftir lærinu á Carmen, og staðfesti hún atburðir hefðu verið eins og hún greindi frá hjá lögreglu 10. april 2019, eins og áður var rakið, og á sama tíma og Carmen hefði teygt sig yfir borðið til hella í glasið hjá vitninu. Spurð hvort Carmen hefði verið hella í glas vitnisins kvaðst hún ekki vera viss hvort verið var hella í glasið hennar eða í glas Hugrúnar Auðar. Nánar spurð um lýsingu á því hvernig ákærði strauk Carmen kvaðst vitnið ekki geta það, hún myndi það ekki, en hún kvað ákærða hafa strokið rassinn upp og niður og hana minnti Carmen hefði verið í buxum. Síðar í vitnisburðinum fyrir dómi sagði vitnið Laufey Ósk Carmen hefði ekki verið hella í glas vitnisins er atburðurinn átti sér stað en hún kynni hafa verið nýbúin gera það. Nánar spurð um þetta kvaðst vitnið halda sig við vitnisburð sinn hjá lögreglu, hún myndi þetta ekki svo glöggt í dag

Vitnið Laufey Ósk lýsti atburðum nokkuð á annan veg hjá lögreglu, eins og rakið var, og fyrir dóminum kvaðst hún halda sig við vitnisburðinn hjá lögreglu

Vitnið Bryndís Schram, eiginkona ákærða, kvað atburðinn sem í ákæru greinir ekki hafa átt sér stað

- Auglýsing -

Vitnið Hugrún Auður Jónsdóttir kvaðst reikna með því hafa séð það hefði ákærði viðhaft háttsemina sem honum er gefin sök en hún hefði snúið sér Carmen er hún kom með matinn á borðið og ekkert hefði byrgt henni sýn. Af vitnisburði hennar fyrir dómi og hjá lögreglu ráða hún hafi ekki séð ákærða viðhafa háttsemina sem um ræðir

Ákærði og fjögur vitni eru til frásagnar um það sem gerðist undir borðhaldinu. Ákærði hefur frá upphafi neitað sök og fær framburður hans stoð í vitnisburði Bryndísar og Hugrúnar Auðar, eins og rakið hefur verið. Ráða af vitnisburði Laufeyjar Óskar fyrir dómi hún muni atburði ekki vel og kvaðst hún standa við vitnisburðinn sem hún gaf hjá lögreglu en þar er atburðum lýst á nokkuð annan hátt en vitnið Carmen gerir. Vitnisburður þessara tveggja vitna er um sumt ósamrýmanlegur, t.d. um það hvernig þær lýsa háttsemi ákærða o.fl. Vísast til vitnisburðar þeirra til skýringar á þessu áliti dómsins

Við mat á sönnunargildi vitnisburðar Bryndísar, eiginkonu ákærða, og Laufeyjar Óskar, móður brotaþola, er litið til tengsla þessara vitna við ákærða annars vegar og brotaþola hins vegar, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála

Vitnisburður Laufeyjar Óskar er óstöðugur auk þess sem hún man atburði ekki glöggt í dag, eins og hún bar, og er vitnisburður hennar um sumt ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar, eins og rakið var. Vitnisburður Carmenar fær því hvorki þá stoð sem þarf af öðrum vitnisburði af öðrum gögnum málsins til unnt leggja hann til grundvallar niðurstöðunni, gegn neitun ákærða, en neitun hans fær stoð í vitnisburði Bryndísar og Hugrúnar Auðar

Samkvæmt öllu framanrituðu er ósannað, gegn neitun ákærða, hann hafi framið háttsemina sem í ákæru greinir og ber sýkna hann

Visa ber miskabótakröfu Carmenar Jóhannsdóttur frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. 683.240 króna réttargæsluþóknun

Ólafar
Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, skipaðs réttargæslumanns Carmenar, og 1.884.800 króna málsvarnarlaun Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna

Dröfn Kærnested saksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn

Dómsorð Ákærði, Jón Baldvin Hannibalsson, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Miskabótakröfu Carmenar Jóhannsdóttur er vísað frá dómi

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. 683.240 króna réttagæsluþóknun Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns og 1.884.800 króna málsvarnarlaun Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna

Guðjón St. Marteinsson 

Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómur Reykjavíkur, 8. nóvember 2021“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -