Þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til þjóðkirkjunnar, en þetta kom fram í nýjum Þjóðarpúlsi frá Gallup. Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til kirkjunnar er sambærilegt og fyrri ár: 36% bera lítið traust til kirkjunnar en þriðjungur Íslendinga ber hvorki lítið né mikið traust til kirkjunnar.
Lítið hefur breyst í viðhorfi Íslendinga til aðskilnaðs ríkis og kirkju; 23% eru á móti aðskilnaði ríkis og kirkju, og þá kemur fram að helst er það fólk undir fertugu sem er hlynnt aðskilnaði; svo fólk yfir sextugt sem er andvígt honum.
Athyglisvert er að skoða að fólk er líklegra til að vera hlynnt aðskilnaði ef það býr á höfuðborgarsvæðinu eða er með meiri menntun.
Samkvæmt könnuninni eru til dæmis kjósendur Pírata þeir sem eru hlynntastir aðskilnaði; kjósendur Miðflokksins mest á móti aðskilnaði.
Þá var spurt um viðhorf fólks til starfa biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttir. Um 15% eru ánægð með störf hennar sem er svipað hlutfall og fyrri ár; 27% eru óánægð með störf hennar.
Hér má sjá mynd sem sýnir þróun á ánægju með störf biskups Íslands.
Þeir sem vilja grandskoða könnunina þá er hérna linkur á hana.