Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hælisleitendur ekki velkomnir í sóttvarnarhús: „Þetta er mjög strembið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

>Hælisleitendum er nú vísað frá sóttvarnarhúsum því þar er einfaldlega ekki pláss fyrir þá. Svo margir dvelja nú í húsunum að hælisleitendur þurfa að fara annað.

Þeir hælisleitendur sem koma nú til Íslands, sem eru allt upp í tuttugu talsins vikulega, þurfa nú að vera upp á náð Útlendingastofnunar sem þarf að sjá um sóttkví þeirra við komuna til landsins.

Algjör sprenging hefur orðið í fjölgun smita hér á landi í nýjustu Covid-bylgjunni og dvelja nú 120 manns í sóttvarnarhúsum í dag. Að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar forstöðumanns bætist stöðugt í hópinn og því sé ekki lengur pláss fyrir hælisleitendur í húsunum.

Sóttvarnarhús getur ekki lengur tekið við hælisleitendum í sóttkví eins og verið hefur vegna þess hversu margir dvelja í húsunum. Nú er svo komið að Útlendingastofnun þarf að sjá um sóttkví þeirra sem hingað koma í leit að vernd segir forstöðumaður farsóttarhúsa.

„Ja það hafa verið allt upp í tuttugu hælisleitendur að koma á viku, stundum fleiri. Auk þess sem nú er verið að stuðla að fjölskyldusameiningu frá Afganistan, það fólk þarf þá líka að fara annað á meðan við erum svona þétt setin. Þetta er mjög strembið og við erum að skoða það með sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti hvað sé hægt að gera. Við höfum nú þegar tekið þá drastísku ákvörðun að hælisleitendur sem hingað koma verða að fara bara beint til Útlendingastofnunar en ekki kom til okkar fyrstu fimm dagana eins og var áður,“ sagði Gylfi í samtali við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -