Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, kom með sannkallaðar gleðifréttir á Instagram reikningi sínum í gær. Þar kemur fram að hún og Bassi Ólafsson, eiginmaður hennar, eigi von á tvíburum.
Fyrir eiga þau soninn Leon Bassa, sem er sjö ára en Bassi á einnig dótturina Önju Sæberg, fimmtán ára, úr fyrra sambandi.
„Lífið. Eina sekúnduna veit ég ekkert hvert ég er að stefna. Hina þá ofplana ég lífið frá A-Ö til þess að sannfæra sjálfa mig að allt sé að sigla í rétta átt. Þá þriðju kemur óvæntur glaðningur sem breytir öllum þessum plönum. Lífið er óútreiknanlegur rússíbani og það er það sem gerir það svona skemmtilegt Fjölskyldan stækkar og ekki bara um eitt heldur eru TVÍBURAR á leiðinni (já ég er enn að reyna átta mig) Óvæntasti en velkomnasti glaðningurinn,“ skrifar Erna á Instagram og birtir yndislega mynd með.
View this post on Instagram