Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þröstur um nýja ljóðabók hins 91 árs gamla Matthíasar: „Með betri ljóðabókum síðustu ára“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bókmenntafræðingurinn og útvarpsmaðurinn Þröstur Helgason segir á Facebook-síðu sinni að „seinni hluta sumars spurði ég Matthías Johannessen af rælni hvort hann hefði verið að yrkja eitthvað að undanförnu.

Matthías sótti þá minnislykil, rétti mér og sagði: Hér er eitthvað.“

Þröstur var spenntur: „Heimkominn stakk ég lyklinum í tölvuna og við mér blöstu nokkur skjöl, full af ljóðum, sum ort á síðustu mánuðum, önnur frá síðustu árum.“
Eftir lesturinn segir Þröstur að hann hafi áttað sig „fljótlega á því að þarna var efni sem yrði að rata á prent. Þegar Pétur Már Ólafsson hjá Veröld tók vel í útgáfu hófst ég handa við að velja saman ljóð sem nú eru komin út á þessari fallegu bók. Matthías var alveg til, þótt ekki hefði hann ætlað að gefa út efnið, en sagði með stríðnisglotti að ég þyrfti þá að bera ábyrgð á því hvernig tækist til.“
Þröstur er einn færasti bókmenntasérfræðingur landsins, og þótt víðar væri leitað, og gerir það sem hann gerir afar vel, og jafnvel betur.
Hann er ánægður með að hafa fengið ljóðin í hendurnar frá Matthíasi, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins sem orðinn er 91 árs gamall og engan bilbug á honum að finna.
„Þetta er með betri ljóðabókum síðustu ára, þori ég að fullyrða. Matthías yrkir hér um samtíma sinn, pláguna miklu, eldgos, loftslagshörmungar og önnur ósköp sem hanga yfir okkur: Á asklimum ernir sitja. En þetta er líka ákaflega persónuleg bók um uppvöxt, ást, samfylgd og dauða. Hér er líka vísað til samferðarskálda og eldri skáldskapar Matthíasar sjálfs svo úr verður fjörug og skapandi samræða. Matthías er hér upp á sitt besta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -