Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Vilja að Arnór sé rekinn: „Starfsfólk hefur upplifað einelti, kynferðislega áreitni og ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólkið hjá Menntamálastofnunar lýsir einelti og ógnarstjórn innan stofnunarinnar og vill að forstjóranum verði vikið frá.

Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra vissi ekki að forstjórinn hefði gerst sekur um ólögmæta uppsögn, þegar ráðherra endurskipaði hann í fyrrasumar.

Í frétt RÚV kemur fram að starfsfólk Menntamálastofnunar sendi ráðuneytinu ályktun í gær; segist ekki treysta forstjóranum og hann verði að víkja, og að mikill meirihluti starfsfólks samþykkti ályktunina.

Ályktunin kemur í kjölfar svartrar skýrslu um líðan og stöðu starfsfólksins, sem áhættumatsteymi Auðnast vann að beiðni menntamálaráðuneytis.

Í skýrslunni segir meðal annars fram að um helmingur starfsfólks hafi orðið vitni að eða upplifað einelti; kynferðislega eða, kynbundna áreitni og ofbeldi.

- Auglýsing -

Dæmi eru um fjarvistir og uppsagnir vegna slíkra mála.

Starfsfólk upplifir gífurlegt álag og er skaðlegur starfsandi meðal annars nefndur sem álagsþáttur.

Lilja segir í skriflegu svari til fréttastofu RÚV að málið sé í forgangi innan ráðuneytisins, en það sé undir ráðherra komið að taka ákvörðun um framhaldið, eftir ítarlega skoðun.

- Auglýsing -

Þá kemur fram að Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, hafi ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu RÚV, en hann sendi hins vegar frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann segir að óánægju starfsmanna megi rekja til þess þrönga fjárhagsramma sem stofnuninni sé settur og að kórónuveirufaraldurinn hafi verið krefjandi.

Arnór segir að sér virðist sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist alls ekki faglegar kröfur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan starfsumhverfinu þar á bæ.

Í könnun, sem menntamálaráðuneytið gerði á meðal starfsmanna fyrr á þessu ári, er starfsanda lýst sem þungum og fólk sagt hrætt við að vera refsað; sett út í kuldann og jafnvel sagt upp; stjórnendur sýni starfsfólki hroka og yfirgang og ógnarstjórn er orð sem kom oft fram í athugasemdum starfsmanna í skýrslunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -