- Auglýsing -
Karlmaður á vespu þrumaði á lokunarslá við Alþingishúsið í nótt er viðkomandi var á flótta undan lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlinn er grunaður um ölvunarakstur og var vistaður í fangageymslu yfir nóttina. Kona sem var farþegi á vespunni slasaðist við áreksturinn og var flutt á bráðadeild Landspítala.
Fólkið hafði látið öllum illum látum í miðborginni og sparkaði í hurðir víða. Lögreglan fékk alls fjórar tilkynningar vegna þeirra og reyndu þau að komast undan lögreglunni á vespunni. Lokunarslá Alþingis skemmdist við atvikið.
Tveir voru þá stöðvaðir af lögreglu grunaðir um akstur undir áhrifum og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti einnig útkalli vegna þjófnaðar á rafhlaupahjóli fyrir fram veitingastað í miðbænum.