- Auglýsing -
Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur Nói-Siríus stöðvar sölu og innkallað 560g konfekt í lausu og 630g konfektkassa. Málmagnir fundust í molunum.
Við gæðaeftirlit Nóa-Siríusar kom í ljós að málmagnir frá skammtara hafi mögulega smitast út í fyllingar í konfektmolum og því er konfektið ekki öruggt til neyslu.
Mælist fyrirtækið til þess að neytendur sem hafa keypt konfektið, að neyta þess ekki og henda því frekar eða skila til Nóa-Siríusar.