Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Rekstrartap Torgs ehf 689 milljónir: Frá 2018 hefur lestur Frétta­­blaðs­ins dalað 39 sinn­­um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vefmiðillinn Kjarninn greinir frá því að rekstr­ar­tap Torgs ehf., útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, Hring­braut­ar, DV og tengdra miðla, var 688,7 millj­ónir króna í fyrra, en árið áður var rekstr­ar­tap félags­ins 197,3 millj­ónir króna; því nemur sam­eig­in­legt rekstr­ar­tap þess á tveimur árum 886 millj­ónum króna.

 

Þá segir einnig að þegar vaxta­gjöldum vegna lána sem Torg hefur þurft að borga af og geng­is­mun er bætt við kemur í ljós að tap af reglu­legri starf­semi fyrir skatta var 750 millj­ónir króna á síð­asta ári.

Komið hefur fram að áður í Frétta­blað­inu að Torg hefði tapað um 600 millj­ónum króna á árinu 2020. Fyrirtækið/félagið Torg er í eigu tveggja félaga; HFB-77 ehf og Hof­garða ehf. Eigandi Hofgarða ehf er fjár­festir­inn Helgi Magn­ús­son; hann á 82 pró­sent í Hofgörðum ehf. Að auki er Helgi stjórn­ar­for­maður Torgs, en aðrir eig­endur þess eru Sig­urður Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Hring­brautar og við­skipta­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, og Guð­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­varps­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­kvæmda­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­mála og dag­­­­­­skrár­­­­­­gerðar hjá Torg­i.

- Auglýsing -

Þessi hópur manna keypti Torg fyrir tveimur árum og var kaup­verðið trún­að­ar­mál; en í árs­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­ins.

 

Bent er á að hlutafé í Torgi var aukið um 600 millj­ónir króna í lok síð­asta árs og að skuldir við tengdan aðila voru auk þess 440 millj­ónir króna um ára­mót – en voru engar í byrjun árs 2020. Sam­an­lagt juk­ust skuldir við tengda aðila, eig­endur Torgs, og hlutafé um rúman millj­arð króna á síð­asta ári.

- Auglýsing -

 

Í fyrra var gengið frá kaupum á DV og tengdum miðlum frá Frjálsri fjöl­miðl­un; félags sem er skráð í eigu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar lögmanns, en var alla tíð fjár­magnað með vaxta­lausum lánum frá fjár­fest­inga­fé­lagi Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar.

 

Þá er vert að geta þess að frá því að Frjáls fjöl­miðlun eign­að­ist miðl­anna síðla árs 2017 og þangað til að þeir voru seldir til Torgs í apríl 2020 tap­aði útgáfu­fé­lagið 745 millj­ónum króna.

 

En Torg greiddi samt sem áður 300 millj­ónir króna fyrir miðl­anna – en sam­kvæmt árs­reikn­ingi voru 100 millj­ónir króna greiddar með fjár­munum úr rekstr­inum og 200 millj­ónir króna með nýjum lang­tíma­lán­um; Frjáls fjöl­miðlun virð­ist hafa lánað að minnsta kosti 150 millj­ónir króna af þeirri upp­hæð í formi selj­enda­láns, en eina fasta­fjár­muna­eign þess félags er skulda­bréf upp á þá tölu sem varð til í fyrra.

 

Eins og staðan er í dag þá er flagg­skipið í útgáfu Torgs Frétta­blað­ið, en útgáfu­dögum þess var fækkað úr sex í fimm á viku í fyrra.

 

Lestur Frétta­blaðs­ins, sem er frídreift í áttatíu þús­und ein­tökum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri, mæld­ist 31 pró­sent í síð­asta mán­uði og hefur lesturinn dalað jafnt og þétt und­an­farin ár; en í apríl 2007 var hann 65,2 pró­sent og hélst yfir 50 pró­sent þangað til í des­em­ber 2015. Síðla sumars 2018 fór lest­ur­inn svo undir 40 pró­sent í fyrsta sinn og stefnir nú undir 30 pró­sent á næstu mán­uð­um, en frá byrjun árs 2018 hefur lestur Frétta­­blaðs­ins auk­ist á milli mán­aða í 6 skipti en dalað 39 sinn­­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -