Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Hlíðahverfi í nótt en hann hafði þar í hótunum við fólk vopnaður exi og stórum klippum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og tekin af honum skýrsla í dag þegar bráir af honum.
Fjöldi ökumanna var stöðvaður í borginni í gær vegna akstur undir áhrifum og þó nokkrir þeirra reyndust án ökuréttinda. Einn þeirra reyndi að gefa lögreglu upp ranga kennitölu þar sem hann var sjálfur sviptur ökuréttindum. Annar reyndir vera undir undir áhrifum við stýra og þar að auki á ótryggðri bifreið, ásamt því að geta ekki framvísað skilríkjum til að staðfesta hver hann væri. Sá var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku að því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar.