Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Læknir á Landpítalanum sendur í frí vegna óviðeigandi hegðunar: „Ég sagði brandara og var með grín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknir sem vann sem verktaki á umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað, var tjáð fyrir tveimur árum að hann yrði ekki ráðinn aftur á stofnunina vegna ósæmilegrar hegðunar gagnvart samstarfskonu. Þá virðist sem nektarmynd af lækninum sé í dreifingu meðal heilbrigðisstarfsfólks.

Læknirinn, Björn Logi Þórarinsson, starfar á Landspítalanum en samkvæmt heimildum Mannlífs mun hann fara í leyfi í dag, á meðan Landspítalinn aflar frekari upplýsinga varðandi málið á Norðfirði.

Umdæmissjúkrahús Austurlands
Mynd: HSA.is

Í samtali við Mannlíf segir Björn Logi að hann hafi sagt brandara við samstarfskonu sína sem hann beri mikla virðingu fyrir en að brandarinn hafi fallið í grýttan jarðveg og upplifun konunnar þvert á það sem hann hugði. „Auðvitað er það alveg sjálfsagt að þau vilji ekki að ég komi aftur til starfa fyrir austan, af því að ég sagði brandara og var með grín sem var óviðeigandi og ég er bara algjörlega sammála þeim. Að vera að grínast svona, það er ekkert sniðugt.“ Þá segist Björn Logi ekki hafa sent neina nektarmynd til „margra aðila“ og ef það sé einhver slík mynd í dreifingu í hans nafni sé það grafalvarlegt mál.

Björn Logi segir að sér finnist málið mjög leiðinlegt og að hann beri mikla virðingu fyrir henni. Segist hann vilja gjarnan geta beðið konuna afsökunar, „en það verður að vera á hennar forsendum, það gerir maður ekki í fjölmiðlum.“

Ennfremur segir hann að menn verði að læra af mistökum. „Maður verður bara að draga allan þann lærdóm sem maður getur dregið af þessu máli.“

Guðjón Hauksson, forstjóri Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað neitaði að tjá sig um málið þegar Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -