Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Maður réðst á lögreglu – skallaði í andlitið og hótaði fjölskyldum þeirra lífláti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í 203 Kópavogi vegna eignaspjalla. Þegar lögregla var að flytja manninn í fangaklefa réðst hann á lögreglumann og skallaði hann í andlitið ásamt því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að slagsmál hafi brotist út á milli manna í Garðabæ og þau hafi endað með því að tveir menn hlut stungusár.

Aðrir tveir menn voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa. Þolendur voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en tekið er fram að meiðsl þeirra séu ekki lífshættuleg. Málið er í rannsókn.

Samkvæmt heimildum frá lögreglu var mikill viðbúnaður á vettvangi og haft eftir ónefndum sjónarvotti að maður ataður blóði hafi hlaupið inn í verslun Hagkaupa á Garðatorgi „eftir að sérsveit mætti á svæðið.“

Versluninni var lokað á meðan lögregla athafnaði sig þar inni. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við lögreglu vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -