Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Móeiður söng varla í bílnum- „þarna var ég orðin söluvara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móeiður Júníusdóttir var áberandi í íslensku tónlistar- og samkvæmislífi tengdi sjálfsmynd sína mikið röddinni, eða þangað til hún tók ákvörðun um að syngja ekki meira. Í tvo áratugi söng hún varla í bílnum. Þar til allt í einu tónlistin fann hana á ný, segir í viðtali við söngkonuna í viðtali á Fréttablaðinu.

Missti föður sinn 10 ára gömul

Móeiður eða Móa eins og hún er oftast kölluð missti föður sinn, Júníus H. Kristinsson sagnfræðing, aðeins 10 ára gömul. Hann lést frá mörgum börnum, hafði verið veikur og þau veikindi leiddu til skyndilegs andláts.“

„Mamma hefur verið ofsalega sterk og ég hef horft á hana fara í gegnum rosalega margt, að missa maka sinn frá ungum börnum. Það hefur sterk áhrif á mann, ég tala nú ekki um þegar ég varð sjálf móðir,“ segir Móheiður.

„Ég er alin upp við gríðarlega sterka móðurímynd,“ segir Móa, sem er miðjubarnið í sex systkina hópi. „Ég þurfti því að berjast fyrir tilverurétti mínum, sérlega þegar ég eignaðist tvíburabræður fjögurra ára gömul. Ég var í vondu skapi mjög lengi eftir tilkomu þeirra.“

Ástarsamband á milli mín og þess

Móa fann ung skjól í heimi tónlistar og segir píanó heimilisins hafa verið hennar heim.

„Mamma er mjög músíkölsk og hefur alltaf sungið mikið en það er mikið af óperusöngkonum í fjölskyldunni. Ég man ég skammaðist mín mikið því hún er með svo sterka rödd og söng svo hátt, sérlega þegar hún var í góðu skapi.“

- Auglýsing -

„Það var alltaf mikil tónlist í kringum mig, en það sem breytti gjörsamlega öllu og ég man eins og gerst hafi í gær, var þegar píanó kom á heimilið. Það skapaðist ástarsamband á milli mín og þess.“

Vinkona fjölskyldunnar þurfti að losna við píanó og fékk það inni á barnmörgu heimilinu. Það kemur ákveðin værð yfir Móu þegar hún talar um hljóðfærið sem öllu breytti.

„Þetta var gamalt píanó af vellinum þar sem það hafði verið notað í Offiseraklúbbnum sem djasspíanó. Það höfðu þvílíkar goðasagnir spilað á þetta píanó og maður fann fyrir því. En það var orðið lúið og allt í brunablettum eftir sígarettur.“

- Auglýsing -

„Ég var þó byrjuð að spila og semja fyrr, tók upp á kasettutæki og gerði tilraunir. Það var minn heimur löngu áður en ég byrjaði að syngja. Tengingin var svolítið trúarleg því mér fannst þetta sem aðgengi að einhverju miklu stærra, guðdómlegu, heimi sem var endalaus.“

Móa hafði alltaf verið góður námsmaður svo flestir héldu að hún færi hina beinu akademísku leið, yrði til dæmis lögfræðingur.

„En þegar ég byrjaði að syngja fann ég að ég væri á réttum stað. Mér leið best syngjandi á sviði og upplifði aldrei sviðsskrekk.“

Eftir nokkur ár þar sem Móa söng annarra lög fann hún aftur þörfina til að semja tónlist. Hún gerði þá upp djasstímabilið með plötu og var svo ákveðin í að leggja það tímabil til hliðar og fara nýja leið.

Þarna var ég orðin söluvara

„Ég gaf næst út plötu með dúóinu Bong sem ég var í með þáverandi eiginmanni mínum, Eyþóri Arnalds og kom hún út árið 1994. Rafmagnstónlist og rave-menningin var mikið að koma inn og þetta voru spennandi tímar. Ég var strax ákveðin í að ég vildi syngja á ensku því mig langaði að fara út og var með stóra drauma. Ég yfirgaf það sem hafði gengið rosalega vel og langaði að gera annað.“

Bong gerði samning við breskt plötufyrirtæki sem gaf út smáskífu sem gerði ágætis hluti á klúbbunum í London.

„Þarna var ég orðin söluvara og sat fundi þar sem fundargestir voru aðallega karlar og umræðuefnið hvernig best væri að markaðssetja mig. Þetta er harður bissness. Það er talað um mann í þriðju persónu en maður situr á staðnum.“ Móa fann jafnframt fyrir pressu um að standa sig, það væri fólk að treysta á hana.

„Maður er orðinn söluvara og það er verið að leggja pening í „vöruna“. Allt í einu var það ekki bara ég að koma fram eins og ég var vön. En sjálf hafði ég ekki hugsað lengra en bara þessa plötu.“

Áhrifin voru djúpstæð

Móa fann sig ekki í þessum stóra heimi og tók ákvörðun um að stíga til hliðar og fara aftur heim en áhrifin voru djúpstæð.

En gleðin var farin og því fannst Móu ótækt að halda áfram. „Ég kom heim og mig langaði hvorki að syngja né gera tónlist. Ég var 28 ára og komin með algjört ógeð á öllu sem þessu fylgdi. Ég hugsaði með mér að ég nennti ekki í enn eitt boðið,“ segir Móa. Hún vissi þó að hana langaði, eins og frá unga aldri, að eignast fjölskyldu.

„Ég get ekki lýst þessu en ég átti erfitt með að hlusta á tónlist, sem hafði verið líf mitt. Það olli mér dálitlum sársauka. Svo fór þetta að koma aftur og lögin streymdu til mín,“ segir Móa, sem ákvað að hafa samband við gamlan kunningja og upptökustjóra og taka upp, ekkert endilega til að gefa út.

„En þessi tónlistargleði kom aftur og það var svo dásamlegt.“

Eiginmaður Móu og börnin þrjú höfðu aldrei heyrt hana syngja nema á upptökum en hafa stutt hana í að snúa aftur í tónlistina. Á dögunum kom út á Spotify lagið Pure sem Móa semur og flytur og segist hún þakklát fyrir góð viðbrögð.

Maður verður pínulítið unglingur aftur

„Enda er það ekkert sjálfgefið, sérstaklega ekki eftir langan tíma. Maður bara kastar þessu út í loftið og sér til. Ég held að það tengist líka svolítið aldrinum og því hvar maður er staddur,“ segir Móa. „Maður verður pínulítið unglingur aftur, maður er búinn að gefa svo mikið í börnin og þegar þau stækka skapast ákveðið rými,“ segir hún að lokum.

„Í fyrsta lagi var ég komin á endastöð. Ég var hætt að vera forvitin. Ég hafði alltaf haft aðgang að þessum heimi sem tónlistin er – fyrir mér var það fallegur heimur og að einhverju leyti trúarlegur. Þarna var þetta bara orðið bissness. Ég var orðin bissness og röddin mín. Þú ert að selja sjálfan þig og það gengur alveg nærri manni, það gerir það.

Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -