- Auglýsing -
Fjögur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug.
Staðurinn er ákaflega vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem hingað koma, en einnig mjög hættulegur, eins og dæmin sanna því miður.
Eins og kunnugt er barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru í vikunni.
Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona.
Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Konan fannst látin í sjónum við Reynisfjöru.
Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.