Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, aðgerðasinninn og meðlimur Öfga hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en í lok sumars steig hún fram og sagði frá meintu ofbeldi sem hún mátti þola af hendi landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar.
Þá kærði Þórhildur nýlega hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar.
Þórhildur Gyða, segir í Twitter-færslu sinn í dag vera í veikindaleyfi frá vinnu „vegna andlegrar og líkamlegrar bugunar vegna stöðugs álags sem ég hef verið undir síðastliðnar vikur.“
Undanfarnir mánuðir hafa tekið á Þórhildi og segir hún á Twitter að hún hefði hæglega getað endað í kulnun ef hún hefði haldið áfram.
„Ef ég hefði harkað þetta af mér eru miklar líkur að ég hefði endað í kulnun fyrir 26 ára aldur. Í staðinn verð ég orkumeiri með hverjum deginum.“
Í tísti sínu vitnar Þórhildur í gríðarvinsælt tíst sem áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak birti á Twitter í gær þar sem hún hvatti fólk til að nýta veikindadaga sína.
Tíst Eddu hefur vakið gífurleg viðbrögð og ekki öll af jákvæðum nótum en margir vilja meina að með þessu sé hún einfaldlega að ýta undir aumingjavæðingu.
Fjölmargir virðast þó vera sammála Eddu og verður því eflaust spennandi að sjá hversu mörg afföll verða á vinnustöðum landsins, eins og Edda talar um sjálf í öðru tísti.
Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan: