Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Oddný þingkona: „Alvarlegt mál að ganga frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún segir að alvarlegt mál ef ganga eigi frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið.

Fjárfestingafélagið Ardian France SA hefur gert tilboð í Mílu og er salan langt komin. Oddný segir söluna þjóðaröryggismál og það skipti máli hvaða ríki tengist þeim eigendum sem standa að baki sjóðnum.

Oddný segir:„alvarlegt mál ef ganga eigi frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið.enn sé hægt að grípa inn í söluna og að setja þurfi skilyrði áður en svo mikilvægur innviður sé seldur úr landi.“

Öll nágrannaríki okkar eru búin að setja lög um þessi efni

Hún bendir á að önnur ríki sem við lítum til hugi að þessum málum og það þurfi að gera á Íslandi líka.

„Öll nágrannaríki okkar eru búin að setja lög um þessi efni sem eru betri en okkar við erum að reiða okkur á lög um erlenda fjárfestingu í atvinnurekstri frá 1991.Hún segir að ekki megi selja til fjárfestingasjóðsins án skilyrða um samfélagsöryggi sem halda. Ef illa fari verði almenningur fyrir skaða.“

Hún bendir á að Míla eigi stærsta hluta stofnljósleiðara landsins á móti NATO og sjái um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum. Ljósleiðarastrengirnir séu svo undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru hér á landi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og  internettengingar landsmanna.

- Auglýsing -

Ef ráðherra telur að salan ógni öryggi

Í þættinum bendir Oddný á að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra geti enn gripið inn í.

„Ef ráðherra telur að salan ógni öryggi landsins þá er hægt að stöðva hana, það er í 12. grein þessara laga frá 1991. Í 7. grein er heimild fyrir ráðherra að kanna eigendur sem ætlar að fara að kaupa þennan mikilvæga innvið okkar Íslendinga.

Oddný segir ýmislegt að varast sem skipti neytendur máli.

- Auglýsing -

„Þetta er fákeppnismarkaður og við getum lent í því illa neytendur þegar eigendurnir vilja fá peningana sína til baka því að vitum að þessi sjóður er ekki að koma hérna til að taka þátt í einhverju félagsmálaverkefni. Þau ætla auðvitað að fá peningana sína til baka og með vöxtum.“

Aðspurð hvort að hún óttist að Rússar eða Kínverjar liggi að baki kaupunum segir Oddný mikilvægt að vita hverjir séu í eigendahópnum.

„Það þarf að tryggja það að það gerist ekki og það skiptir máli fyrir sjálfstæði okkar og varnir hvort að það eru einhver ríki sem tengjast beint eða óbeint þeim eigendum sem eiga þennan sjóð, þannig að þetta er bara svona stórt mál.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -