Upp hafi komið veikindi meðal kennara og nemanda í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit vegna myglu. Mannlíf hafði samand við skólann. Starfsmaður skólans tjáði okkur að næstu skref séu að vinna úr skýrslunni og finna leiðir til að bæta ástandið.
Í svari skólans segir: „Í ljósi kvartana sem komið hafa fram vegna íveru í rýmum innanhúss í Heiðarskóla þá vann Verkís heildarskoðun á húsnæði skólans.“
Samanber ráðgjöf frá Verkís er ekki talin þörf á lokun alls húsnæðisins en mikilvægt er fyrir þá einstaklinga sem finna fyrir einkennum að forðast þá staði þar sem þeir finna fyrir einkennum. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka nú þegar verkgreinarými og unnið er að úrlausn vegna eldhúsálmunnar þar sem það er flóknara verkefni.
Skýrslan var kynnt fyrir skólastjóra Heiðarskóla, sveitarstjóra, oddvita, verkefnastjóra framkvæmda- og eigna, formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og byggingarfulltrúa sl. föstudag.
Samkvæmt skólanum hefst vinna í dag við umbótaáætlun, aðgerða- og framkvæmdaáætlun bæði hvað varðar framkvæmdir sem og skólastarf.
Skýrslan ásamt aðgerðaráætlun verður á næstu dögum kynnt fyrir starfsfólki og foreldrum/forráðamönnum.
Niðurstaða skýrslunnar segir að verkefnið sé tiltölulega einfalt en jafnframt umfangsmikið miðað við fyrstu skoðun og ljóst að sveitarfélagið þarf að bregðast hratt við, sérstaklega á þeim stöðum þar sem einstaklingar finna fyrir óþægindum.
Samkvæmt skýrslunni eru tveir staðir í húsinu sem bregðast þarf strax við, verkgreinarými og hluti eldhúsálmu.