Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Embætti Landlæknis – Engar verklagsreglur til um endurveitingu starfsleyfa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf sendi fyrirspurn á Embætti Landlæknis varðandi verklagsreglur í kringum endurveitingu starfsleyfis heilbrigðisstarfsmanna. Svarið er komið. Það eru engan verklagsreglur til.

Í svarinu vitnar Kjartan Hreinn Njálsson, upplýsingafulltrúi Landlæknis, í lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 sem embættið starfar eftir. Í 15, 16 og 17. gr. laganna eru að finna ákvæði sem fjalla um sviptingu og brottfall starfsleyfis, afsal starfsleyfis og endurveitingu starfsleyfis. Sextánda grein laganna hljóðar svo:

„Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað, sbr. 15. gr.“

Kjartan Hreinn bætir við í svari sínu að engan skriflegar verklagsreglur um endurveitingu séu til.

„Ekki liggja fyrir skriflegar verklagsreglur um endurveitingu. Endurveiting starfsleyfis fer eftir aðstæðum í hverju máli fyrir sig en eins og sést af lestri framangreindra ákvæða geta ástæður afsals eða sviptingar verið ýmsar.“

Af þessu svari að dæma má draga þá ályktun að endurveitingar starfsleyfa séu háðar geðþótta Landlæknis hverju sinni eða að verklagsreglurnar séu til í munnlegri geymd. Hvoru tveggja hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá starfsmenn sem sækja um endurveitingu starfsleyfir sem og sjúklinganna.

- Auglýsing -

Ef litið er til nýlegs máls sem Mannlíf hefur fjallað um undanfarnar vikur, mál Dr. Skúla Tómasar Gunnsteinssonar, er ekki að sjá að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Dr. Skúli missti starfsleyfi sitt vegna alvarlegra brota í starfi sem síðan leiddi til lögreglurannsóknar sem enn stendur yfir. Sex fjölskyldur hafa kært Dr. Skúla fyrir alvarleg brot í starfi. Nýlega endurnýjaði Alma Möller landlæknir starfsleyfi Dr. Skúla til næstu 12 mánuða, þrátt fyrir að hafa sjálf gefið honum algjör falleinkunn er hún gaf álit á brotum hans í starfi yfirlæknis HSS.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sá einnig: Dr. Skúli fékk víst starfsleyfi – Rannsakaður af lögreglu en fær að vinna næstu 12 mánuði

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -