Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Bólusetningarstrætó hugsanlega í kortunum: Heilsugæslan reynir að ná til óbólusettra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu greinir nú hvaða hópur það er í samfélaginu sem enn hefur ekki þegið bólusetningu. Ýmsar hugmyndir eru uppi um það hvernig ná megi til þessa hóps. RÚV greinir frá þessu í dag.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir brýnt að ná til þessa hóps sem fyrst, en um 10 prósent fólks á bólusetningaraldri hefur enn ekki þegið boð um bólusetningu.

Undanfarna daga hafa óbólusettir verið yfir 40 prósent þeirra sem greinast með Covid-19. 144 smit greindust innanlands í gær.

Ragnheiður segir að leita þurfi allra leiða til að ná til þeirra sem enn eru óbólusettir. „Þetta er hugmynd sem við erum að vinna með núna – hvort við ættum að vera með bólusetningu í boði úti í hverfunum og hafa einhvern bíl til umráða,“ segir hún í samtali við RÚV.

Ragnheiður segir að fyrstu vísbendingar séu um að þetta sé fólk í yngri kantinum, fleiri karlar en konur og hugsanlega fleiri með erlent ríkisfang heldur en íslenskt.

Aðspurð hvert þessi bíll myndi fara, þegar búið væri að kortleggja hverra þyrfti helst að ná til, segir Ragnheiður ákveðnar hugmyndir uppi um það. „Við erum að kortleggja það og erum þá að spá í staði eins og allar nýbyggingar; þar er mikið af fólki að vinna. Hugsanlega Kringlan og Smáralind og svona ýmsir staðir sem við erum að horfa á.“

- Auglýsing -

Bíllinn, eða hugsanlega strætóinn, myndi aka um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega einnig víðar um landið. Ragnheiður vill koma verkefninu af stað sem fyrst og telur það líklega geta orðið á næstu vikum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -