Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ríkissaksóknari áfrýjar í Rauðagerðismálinu: Krefst þyngri refsingar yfir Angjelin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Krefst saksóknari þyngri refsingar yfir Angjelin Sterkaj og að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir.

Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari til fréttastofu Vísis.

Angjelin játaði að hafa myrt Armando Beqirai á heimili hans í Rauðagerði í febrúar á þessu ári og var hann dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið. Hafði ákæruvaldið krafist 16 til 20 ára fangelsisdómi yfir honum.

Þau Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi sem einnig voru ákærð í málinu fyrir hlutdeild í morðinu, voru sýknuð í héraði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -