- Auglýsing -
Landsliðskonan í fótbolta Sara Björk Gunnarsdóttir og fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson eignuðust son. Litli drengurinn kom í heiminn á þriðjudag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu.
Sara greinir frá fæðingu sonar síns á Instagram í dag og segir að móður og barni heilsist vel. skrifaði Sara við færsluna en þetta er fyrsta barn þeirra Árna.
Sara er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og leikur einnig með franska liðinu Lyon.