Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er með þaulsætnari borgarstjórum. Hann heldur sínu fólki enn í óvissu og kvíða um það hvort hann sé á förum. Í hátíðarviðtali í Fréttablaðinu er hann spurður þeirrar sömu spurningar en svarar sem fyrr í véfréttastíl. Vandinn hjá meirihlutanum er sá að það er enginn í sjónmáli sem getur fyllt upp í skarð hans. Brotthvarf Dags gæti því þýtt endalokin á valdatíð vinstri flokkanna og fólkið á bak við Dag má vart til þess hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda eftir langt hlé. Það er því þrýst á Dag að halda áfram. Ef svo illa fer að hann hætti þá er Líf Magneudóttir nefnd sem mögulegur arftaki. Haldi þannig meirihluti velli þ´ayrðu Vinstri- grænir við stjórnvöldinn, bæði hjá borg og ríki …