Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Skotárásin sat lengi í borgarstjóranum: „Þetta tók meira á mig og mína en ég þorði að viðurkenna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að skotárásin á heimili hans hafi haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Ef þú hefðir spurt mig í vor þá hefði ég líklega sagst vera að hætta. En ég ákvað að bíða með slíkar ákvarðanir.“

Borgarstjórinn er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem hann meðal annars talar um skotárásina á heimili hans fyrr á árinu. „Skotárásin við heimili okkar Örnu fékk mikið á okkur. Mín ósjálfráðu viðbrögð voru þá; ég er hættur, þarna eru mörkin. Ég get ekki boðið fólkinu mínu upp á þetta. Hér verð ég að draga línu í sandinn,“ og bætir hann við að þó að hann hafi fyrir löngu síðan hafa vanist pólitískri hörku, hafi þetta verið eitthvað allt annað.

Aðspurður í viðtalinu hvort hann hefði bognað svaraði Dagur því til að þetta hafi í byrjun verið fyrst og fremst áfall. „Þegar á leið fann ég hvað þetta varpaði miklum skugga yfir svo margt. Já, þetta sat í mér og lagðist á mig eins og mara. Þetta tók meira á mig og mína en ég þorði að viðurkenna á meðan að málið reis hvað hæst í vor. Og skugginn af því fylgdi okkur inn í sumarið.“

Dagur er spurður að því hvort hræðslan hafi setið lengi í honum eftir atvikið. „Hræðsla er kannski ekki rétta orðið. Ég stóð hins vegar sjálfan mig að því að horfa öðruvísi út um gluggann á heimilinu en ég hafði áður gert. Ég upplifði ákveðið varnarleysi. Það er óhuggulegt í alla staði að vera hræddur heima hjá sér.“

Segir hann ennfremur í viðtalinu að þessi lífsreynsla hafi verið gríðarleg viðbrigði því hann hafi, líkt og aðrir, trúað á gott og friðsamt samfélag. Reykjavík eigi að vera þekkt fyrir það að hér getur fólk umgengist og átt samtöl á jafningjagrundvelli. „Ég elska að ganga um götur og heilsa upp á fólk eða fara í heita pottinn til að ræða málin og þannig samfélagi viljum við einmitt byggja, tala hvert við annað í augnhæð, en hinn kosturinn hefur bara verið svo fráleitur, að finna ekki til öryggis á meðal fólks.“

Viðtalið birtist í heild sinni í helgarblaði Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -