Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gústaf: „Hjúkrunarnám er ekki akademískt og ætti heima í sérskóla, líkt og nám lögreglumanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gústaf Níelsson ritar eins og oft áður áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sinni, enda áhugaverður maður, og nú eru það vandamál Landspítalans sem eiga hug hans allan:

„Auðvitað er hann enginn búmaðurinn, sem ekki barmar sér, þótt dropinn holi steininn og kornið fylli mælinn.

Ástandið á Landsspítalanum er algerlega stjórnmálamönnum að kenna, sem hafa gert þau skelfilegu mistök að vanrækja að reisa elli- og hjúkrunarheimili, sem hefur þær afleiðingar í för með sér að eitt hundrað lasburða gamalmenni teppa spítalann.“

Bætir við:

„Það er á fagmálinu kallað fráflæðisvandi. Þann vanda mátti léttilega greina fyrir hálfri öld.“

Gústaf beinir líka spjótum sínum að hjúkrunarfræðingum:

- Auglýsing -

„Auk þess eltu menn þann hégóma að gera hjúkrunarnám að háskólagrein, þótt það verknám sé í eðli sínu ekki akademískt og ætti í reynd heima í sérskóla, líkt og nám lögreglumanna.“

Segir að endingu að „þetta ráðslag býr óhjákvæmilega til skort á fólki sem leggur sig eftir því að sinna störfunum. En við hverju er svo sem að búast af stjórnmálum sem stefna hraðbyri í ruslflokk?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -