Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Kári vill skylda bólusetningu: „Drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar, telur ríka ástæðu til þess að skylda bólusetningar hér á landi gegn Covid-19. Að bólusetja sig ekki kallar hann einfaldlega drullusokkahátt.

„Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu. Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig,“ segir Kári.

Nýjustu rannsóknir gefa til kynnar að þriðji skammtur bóluefnis gegn kórónuveirunni komi að verulegu leyti í veg fyrir smit og alvarlega veikindi. Í því ljósi finnst Kára staðan breytt og telur að yfirvöld eigi að ræða bólusetningarskyldu.

„Þannig að það er komin miklu ríkari ástæða fyrir því að velta þessari spurningu fyrir sér.  Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég held því fram að bólusetning sé réttlætanleg skylda. Síðan liggur það í auga hvers manns hvort hann lítur á það sem fasisma eða ekki. Ég myndi ekki gera það, ósköp einfaldlega ekki. Ég held því fram að við höfum þjáðst nægilega mikið af þessari farsótt til að réttlæta það ef þessi bólusetning er að ná utan um það, að við eigum öll að undirgangast bólusetningu,“ segir Kári og bætir við:

„Ég held að þær takmarkanir á hegðun fólks sem við höfum núna þær dugi ekki til. Við vitum hins vegar hvað þarf, við fórum í gegnum það á síðasta ári. Eitt af því sem ég held að menn verði að velta fyrir sér alvarlega, er hvort við eigum ekki að fara niður í þessar stífustu takmarkanir sem voru á síðasta ári í örskamman tíma, tvær vikur eða svo. Svo getum við létt á þeim en gert kröfu um að allir séu með sóttvarnagrímur,“ segir Kári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -