Covid smit hafa greinst í fimm bekkjum á yngsta og miðstigi Kópavogsskóla. Fjöldi nemenda og kennara hefur verið sendur í sóttkví eða smitgát.
Samkvæmt tölvupósti frá Guðmundi Ásmundssyni, skólastjóra er ekki hægt að fá forfallakennara í allar kennslustundir. Þá á að reyna að manna kennslu í yngstu bekkjunum en viðbúið er að kennsla í einstaka kennslustundum hjá eldri hópunum falli niður.
Að lokum minnir Guðmundur á hraðpróf er skilyrði fyrir mætingu.
„Ítreka að þeir nemendur sem eru í smitgát verða að fara í hraðpróf áður en þeir mæta í skólann.“