Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Baráttukonan Hellen Linda Drake lést á Landspítalanum: „Elskuleg móðir okkar lést í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hellen Linda Drake, rithöfundur og baráttukona, er látin.

Hún fæddist þann 29. júní árið 1960 og lést þann 19. nóvember síðastliðinn á Landspítalanum eftir erfið veikindi.

Hellen Linda var einnig þekkt undir skáldanafninu Baugalín.

Hún skrifaði bókina Launhelgi Lyganna sem kom út árið 2000 og notaði þá nafnið Baugalín sem dulnefni.

Bókin fjallar um uppvaxtarár hennar í skugga ofbeldis og misnotkunar. Bókin er tímamótaverk og með skrifunum varð Hellen Linda brautryðjandi í umræðu um kynferðisofbeldi gegn konum og plægði akurinn fyrir aðrar sem áttu eftir að koma fram með sögur sínar af kynferðisofbeldi í æsku.

Hellen Linda kom síðar fram í viðtali í Kastljósi undir nafni.

- Auglýsing -

Hellen Linda Drake settist að í Englandi hvar hún bjó þar til hún veiktist alvarlega af krabbameini. Sett var af stað söfnun fyrir hana svo hún gæti flutt heim fljótt og örugglega, og eyddi hún því síðustu dögunum sínum á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar.

Dætur hennar, þær Kristjana Ósk Birgisdóttir og Eyrún Ösp Birgisdóttir, minnast móður sinnar á Facebook-síðu hennar og hafa veitt góðfúslegt leyfi sitt fyrir birtingu skrifanna.

„Elskuleg móðir okkar lést í dag, eftir stutt en mjög alvarleg veikindi,“ skrifuðu þær síðastliðinn föstudag.

- Auglýsing -

„Hennar seinustu óskir, að flytja heim og kveðja okkur systurnar rættust. Viljum við þakka öllum þeim sem lögðu henni lið við að láta þær rætast. Þetta skipti hana öllu máli.“

Margir hafa vottað samúð sína undir færslu systranna, enda var Hellen Linda Drake áhrifakona og mörgum harmdauði.

Blessuð sé minning hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -