Í nærri helmingi allra tilfella sóttvarnarbrota í kórónuveirufaraldrinum hefur lögegla talið ástæðu til að beita fólki eða fyrirtæki sektum. Allt hefur lögeglan skráð 431 brot í faraldrinum þar sem 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu.
Fyrst og fremst er um að ræða brot á fjöldatakmörkunum og lokun á skemmtistöðum. Morgunblaðið greinir frá og þar kemur fram að í 46 prósent tilvika taldi lögregla ekki ástæða til að beita sektum.
Af útgefnum sektum nam sú hæsta 350 þúsund krónum en algengasta sektarupphæðin eru 50 þúsund krónur. 7,5 milljónir hafa þegar verið greiddar í sektir en um 9 milljónir eru í vinnslu eða innheimtumeðferð.