- Auglýsing -
Gert er ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt í dag með 3-8 metrum á sekúntu en norðaustan 8-15 NV-til.
Búast má við snjókomu víða um landið og hitastig verður í kringum frostmark. Í kvöld tekur svo að hvessa en verður minnkandi norðanátt á morgun.
Annað kvöld á Norður- og Austurlandi er spáð éljagangi og hiti 0 til 8 stig.
Þá tekur að kólna töluvert á Vestur- og Austurlandi þegar líða fer á vikuna og gert er ráð fyrir allt að 12 stiga frosti á Hólmavík á föstudag og níu stiga frosti á Egilsstöðum á laugardag.