Ítalía og Lán er meðal þeirra eiginnafna sem Mannanafnanefnd samþykkti nú á dögunum.
Þá voru eiginnöfnin Erykah, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni, Éljagrímur, Arún og Lílú einnig samþykkt.
Nefndin tók hinsvegar ekki vel í nöfnin Geitin, Frostsólarún, Heiðr og Winter og hafnaði þeim hið snarasta.
Millinöfnin Eldhamar og Kaldakvísl uppfylltu þó reglur nefndar og voru samþykkt sem millinöfn.
Geitin var hafnað með þeim rökum að ekki væri hefð fyrir því að nöfn bæru ákveðinn greini.
Ullr var hins vegar samþykkt þar sem nafnið kæmi fyrir í þessari ritmynd í Eddukvæðum og væri því alþekkt.
Úrskurð mannanafnanefndar má sjá hér.