Sigurbjörn nokkur, íbúi á Selfossi, átti varla til orð eftir Húsasmiðjuferð þar sem hann fékk litla sem enga þjónustu. Það var sama hvað hann reyndi, hann fann hvergi starfsmann í búðinni til að aðstoða sig.
Sigurbjörn segir frá reynslu sinni inni í hópi bæjarbúa á Facebook en á endanum gafst hann upp á biðinni eftir þjónustu:
„Fór Húsasmiðjuna í gær og ætlaði að kaupa slatta af boltum skinnum og róm með. Þarna beið ég í einar 15 til 20 mín og var búin að finna hluta af þessu sjálfur ég sá aldrei neinn starfsmann í skrúfudeild. Tvisvar sinnum labbaaði starfsmaður úr timburdeild og ég spurði hvort eiunhver væri ekki að liðsinns fólki hér ! SVARIÐ var hann er hér einhverstaðar. Ég gafst upp og fór Byko og það var sama sagan þar ekki nokkur leið að finna starfsmann og sennilega liðu 15 mín þar líka,“ segir Sigurbjörn og heldur áfram:
„Ég endaði á draga starfsmann úr blöndunartækja deild og hann reddaði mér. Ég sá það á svipnum honum að ekki var hann hrifin. Ég veit að það er kovid og fleiri veikindi ! En það hlítur að vera hægt að bæta þessa þjónustu. Amk að starfmaður sé sýnilegur á svæðinu og á staðnum. Ef starfsmaður þarf þar skreppa td í kaffi eða klósett að virkja aðra félaga í öðrum deildum á meðan.“
Margir íbúar blanda sér í umræðuna og flestir þeirra virðast hafa upplifað svipaða hluti áður hjá Húsasmiðjunni. Hjalti er einn þeirra. „Ja nei. Þu getur gleymt þvi að fara þarna ef þú veist ekki 100% sjálfur hvað þú þarf og hvar það er,“ segir Hjalti.
Kristín er mjög hneyksluð. „Vá ennþá mjög léleg þjónusta og líka Blómval siðast í sumar og líka fyrr í haust. Aldrei aftur viðskipti hjá húsasmiðju og Blómval selfoss,“ segir Kristín ákveðin.
Ásta gerir bara grín að þjónustu byggingavöruverslunarinnar. „Það hefur stundum verið sagt að starfsmennirnir, sérstaklega í Húsasmiðjunni, séu eins og silfurskottur spítist í allar áttir þegar þeir sjá kúnna nálgast,“ segir Ásta.