Nettó hefur brugðist við gagnrýni sem fram kom í frétt Mannlífs þar sem kona nokkur kvartaði sáran undir netverslun Nettó.
Fyrirtækið skoðar nú málið með konunni.
Mannlífi barst í dag tölvupóstur frá rekstrarstjóra Netverslunar Nettó þar sem hún vildi koma því á framfæri að Nettó hafi nú brugðist við málinu eftir að hafa séð frétt Mannlífs af því.
Þakkar hún fyrir ábendinga og tekur fram að þau vilji hafa svona hluti í lagi og að þeim þyki mjög leitt að heyra af slíkum atvikum.
„Við leggjum mikið upp úr því að fá endurgjöf frá viðskiptavinum okkar í gegnum ánægjukannanir og hvetjum fólk einnig til að hafa samband við okkur beint ef það ef eitthvað er ekki í samræmi við væntingar.
Búið er að hafa samband við konuna og er verið að skoða málið með henni.“