- Auglýsing -
Lögregla handtók í gærkvöldi tvo karlmenn í Laugardal. Mennirnir eru báðir grunaðir um vörslu eða sölu fíkniefna, vopnalagabrot auk annarra brota.
Var farið með mennina niður á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Lögregla rannsakar málið.
Þá var karlmaður handekinn í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti í nótt. Var maðurinn í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu og gisti í fangaklefa lögreglunnar vegna þessa.