,,Það eru fimm dýraeftirlitsmenn á landinu,’’ segir Matvælastofnun í samtali við Mannlíf.
Á síðasta ári bárust Matvælastofnun 825 ábendingar eða fyrirspurnir. Þar af voru 535 tilkynningar um velferð dýra. En þetta kemur fram í ársskýrslu MAST sem má finna á vef stofnunarinnar.
Sagði MAST að fimm starfsmenn sinni tilkynningum er varða velferð dýra.
Eru þeir fimm starfandi fyrir allt landið og sinna því útköllum og ábendingum í öllum landshlutum.
Meti starfsmaður það svo að um slæma meðferð á dýrum sé að ræða er undantekningarlaust farið í eftirlitsferð og því má áætla að eftirlitsferðir séu mun fleiri tilkynningarnar.
Ekki var hægt að fá upplýsingar um fjölda eftirlitsdýralækna sem sinna skoðunum, og eftirliti í sláturhúsum.
MAST hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið eftir að myndband sem sýnir slæma meðferð á blóðmerum komst í fjölmiðla en fjallaði Mannlíf fyrst um málið.