Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Aðeins fimm dýraeftirlitsmenn á Íslandi – Sinna velferð dýra yfir allt landið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Það eru fimm dýraeftirlitsmenn á landinu,’’ segir Matvælastofnun í samtali við Mannlíf.

Á síðasta ári bárust Matvælastofnun 825 ábendingar eða fyrirspurnir. Þar af voru 535 tilkynningar um velferð dýra. En þetta kemur fram í ársskýrslu MAST sem má finna á vef stofnunarinnar.

Sagði MAST að fimm starfsmenn sinni tilkynningum er varða velferð dýra.
Eru þeir fimm starfandi fyrir allt landið og sinna því útköllum og ábendingum í öllum landshlutum.
Meti starfsmaður það svo að um slæma meðferð á dýrum sé að ræða er undantekningarlaust farið í eftirlitsferð og því má áætla að eftirlitsferðir séu mun fleiri tilkynningarnar.

Ekki var hægt að fá upplýsingar um fjölda eftirlitsdýralækna sem sinna skoðunum, og eftirliti í sláturhúsum.

MAST hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið eftir að myndband sem sýnir slæma meðferð á blóðmerum komst í fjölmiðla en fjallaði Mannlíf fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -