Laugardagur 14. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óbólusettir óvelkomnir inn hjá Mæðrastyrksnefnd: „Bara til þess að verja okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til þess að fá að koma inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar þarf fólk að framvísa bólusetningarvottorði. RÚV greinir frá þessu.

Talið er að um sextán hundruð heimili komi til með að þurfa á úthlutun Mæðastyrksnefndar að halda fyrir jólin. Opnað verður á umsóknir fyrir jólaaðstoð í næstu viku.

Í samtali við RÚV segir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Anna H. Pétursdóttir, að nú þurfti fólk að framvísa bólusetningarvottorði til þess að mega koma inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar, þar sem úthlutun fer fram.

Anna H. Pétursdóttir. Mynd/skjáskot RÚV

„Við erum bara að biðja um vottorð um að þú sért búin að láta bólusetja þig. Það er það eina sem við erum að gera. Við viljum bara fá að sjá það áður en fólk kemur hérna inn. Bara til þess að verja okkur. Því við erum sjálfboðaliðar og við viljum geta haldið jólin. Við erum hræddar um það að ef einhver hérna smitast þá þurfum við bara að loka og við ætlum ekki að láta það gerast,“ segir Anna.

Anna segir að lítið sé um kvartanir vegna þessa. Einn eða tveir hafi kvartað á tveimur dögum. Hún segir að þó bólusetningarvottorða sé krafist af fólki til þess að það fái að koma inn í húsnæðið, þýði það ekki að óbólusettir fái enga mataraðstoð.

Ef fólk geti ekki látið bólusetja sig þurfi það að bíða fyrir utan og starfsmenn fari svo með matinn út í poka til þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -