Flestum þykir Eiður Smári Gudjohnsen, brottrekinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, ekki hafa fengið réttláta meðferð hjá KSÍ. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Mannlífs sem fram fór í gær.
Tæplega 64 prósent þjóðarinnar telur meðferðina á aðstoðarþjálfaranum alls ekki sanngjarna. Nærri 22 prósent svarenda eru þeirrar skoðunar að meðferð KSÍ á Eiði sé réttlát á meðan tæp 13 prósent segjast ekki viss hvað þeim finnst um málið.
Knattspyrnusamband Íslands rak í fyrradag Eið Smára úr starfi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ákvörðunin er umdeild og skiptar skoðanir um hvort rétt hafi verið að reka hann úr starfi, þrátt fyrir persónuleg vandamál Eiðs.
Mannlíf vildi heyra skoðun lesenda og skellti í skoðanakönnun í gærmorgun. Spurt var: Er Eiður Smári að fá réttláta meðferð hjá KSÍ? Niðurstaðan er eftirfarandi:
Um 1.500 manns tóku þátt í könnuninni en þar af þótti 977 manns Eiður ekki fá sanngjarna meðferð. Þá voru 190 ekki vissir og 329 svöruðu spurningunni játandi.