Í gærkvöldi samþykktu þingmenn kjöfbréf sín með yfirgnæfandi meirihluta í kosningu Alþingis. Tillagan um að láta endurtalningu atkvæða í Norðvestukjördæmi standa var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm. Sextán þignmenn greiddu ekki atkvæði.
Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu var felld með 53 atkvæðum gegn sex atkvæðum Pírata. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði.
Að því loknu var kosið um tillögu Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, um að staðfesta ekki kjörbréf í Norðvesturkjördæmi og boða til uppkosningar í kjördæminu. Sú tillaga var einnig felld með miklum meirihluta.
Nú viljum við heyra skoðun þína: Ertu sammála meirihluta Alþingis um að staðfesta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi?