Ekki liggur fyrir niðurstaða um það hvort eða hvenær hefja eigi bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Í viðtali við Morgunblaðið í hádeginu í dag sagðist Þórólfur mögulega niðurstöðu vera komna í málið fyrir lok næstu viku. Einnig er óvissa um það hvort öllum börnum á þessum aldri verði boðið bólusetning eða aðeins ákveðnum hópi.
Þá sé litið til þess hvort börn séu með undirliggjandi sjúkdóma eins og skoðað var þegar bólusetning hófst á fullorðnum.
Lyfjastofnun Evrópu heimilaði notkun á bóluefninu Comirnaty frá Pfizer-BioNTech við bólusetningu barna á þessum aldri og búist er við sendingu bóluefnisins til landsins í desember.
Þá hafa 152 greinst smitaðir af Covid á síðasta sólarhring. Eru 1.746 manns nú smitaðir í einangrun, þar af 478 börn á aldrinum 1 til tólf ára