Píratinn Björn Leví Gunnarsson ákvað að skella „áskorun út í cosmosið.“
Segir:
„Ég var ítrekað ásakaður um það í umræðunni í gær að misskilja eitthvað eða vera farinn út af sporinu með greiningu mína á að uppkosningar þýddu „nýjar“ kosningar.“
Bætir við:
„En þeim ásökunum fylgdi aldrei rökstuðningur. Bara einfalt „ég er ósammála“ eða eitthvað annað óhjálplegt fyrir umræðuna.“
Björn Leví ljær máls á því að „þannig að áskorunin er að pota holur í þessa tillögu mína um að uppkosningar í NV kjördæmi þar sem NV kjördæmi missir einn þingmann sem SV fær þýðir að gallinn í NV leiðir til breytinga á niðurstöðum kosninga um allt land og því þurfi að kjósa aftur á öllu landinu.
Hlakka til að heyra rök á móti þessu.“