Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Kári óttast nýja ríkisstjórn meira en ómíkron-veiruna: „Hlýtur að vera dálítið hættuleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er hræddari við nýskipaðan ríkisstjórn Íslands heldur en hið nýja afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron-afbrigðið. Það rímar við tilkynningu frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni frá í gær þar sem segir að engar vísbendingar séu um að þetta nýja afbrigði sé hættulegra en önnur.

„Það eru ennþá engar upplýsingar komnar fram sem benda til að veikindi sem tengjast ómíkrón séu öðruvísi en þau sem önnur afbrigði valda,” segir í tilkynningunni.

Sjálfur suðurafsíski lækninirinn sem uppgötvaði Ómíkron-afbriðið, Angelique Goetzee, er á sama máli. „Það hefur enginn af mínum sjúklingum verið lagður inn á sjúkrahús. Ég var í sambandi við starfsfélaga mína og þeir höfu sömu sögu að segja,“ sagði Goetzee. Aðspurð hvort þjóðir heims væru að fara á taugum að óþörfi segir hún:

„Eins og staðan er núna myndir ég klárlega svara þessari spurningu játandi. En kannski verður annað hljóð komið í strokkinn eftir tvær vikur.“

Kári segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að þessu nýja afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar.

„Það eru engin gögn sem sýna fram á að veiran með þessar stökkbreytingar sé smitnæmari heldur en veirur sem eru án þessara stökkbreytinga. Það eru engin gögn sem benda til þess að hún valdi alvarlegri sjúkdóm. Ég held að við drögum bara djúpt andann, högum okkar varlega eins og við höfum gert um hríð, tölum illa um nýskipaða ríkisstjórn. Við vitum að nýskipuð ríkisstjórn hlýtur að vera dálítið hættuleg en við vitum ekki hvort þessu Ómíkrón-veira verði það eða ekki,“ sagði Kári í viðtali á Sprengisandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -