Ökumaður var handtekinn í hverfi 108 klukkan eitt í nótt. Reyndist hann á stolnu ökutæki og í annarlegu ástandi. Farið var með manninn niður á lögreglustöð þar sem hann gisti í fangaklefa.
Lögreglunni barst tilkynning klukkan þrjú í nótt um innbrot í hverfi 105 sem enn stóð yfir. Lögreglan mætti fljótt á svæðið og hafði hendur í hári eins manns sem gisti í fangaklefa í kjölfarið.
Þá var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi, einnig í hverfi 105. Kom í ljós að maðurinn átti ekki í nein hús að vernda og fékk gistingu í fangaklefa lögreglu.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður en hafði hann ákveðið að draga snjóþotu með ungmennum á og skapa þannig stórhættu. Atvikið varr tilkynnt bæði foreldrum og barnavernd.
Þrír aðrir ökumenn voru stöðvaðir. Tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna, sá þriðji vegan gruns um að hafa ekið án ökuréttinda. Voru tveir fyrrnefndu látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku á lögreglustöð.