Lind fasteignasala og Hannes Steindórsson kynna glæsilega 200 fermetra efri sérhæð með bílskúr í tvíbýli.
Einstakt sjávarútsýni úr nánast allri íbúðinni, stórar svalir til suðvesturs og suðausturs.
Ekki er verra að eignin er að mestu tekin í gegn; sérsmíðaðar innréttingar og hurðir hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur.
Arkitekt hússins Skarphéðinn Jóhannsson.
Þér verður ekki kalt á fótunum því gólfhiti er á baðherbergjum, eldhúsi og borðstofu.
Fallegur arinn, niðurtekin lýsing, granít í gluggakistum og mikið að auka sérsmíðuðum innréttingum: Vola blöndunartæki, Miele tæki í eldhúsi.
Forstofa er flott og flísalögð; parketlagður stigi upp á hæðina; glerhandrið og hvítir skápar.
Og við erum að tala um glæsilegt eldhús: Rúmgott og bjart; mikið skápa og borðpláss og sérsmíðað borð við útsýnisglugga.
Miele eldhústæki og Vola blöndunartæki. Þvottahús: Sér þvottahús innaf eldhúsi. Granítborðplata, Vola tæki. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Borðstofa við hlið eldhúss, arinn opinn í gegn inní stofu. Stofan er parketlögð og mjög björt og stór.
Útsýnið maður,útsýnið; útgengi út á 20 fermetra flísalagðar lokaðar svalir með sjávarútsýni.
Þetta er í raun ein fallegasta og best staðsetta hæð höfuðborgarsvæðisins – 924 fermetra eignalóð.
Allar upplýsingar veitir: Hannes Steindórsson, [email protected] eða í síma 699-5008.
Sjón er sögu ríkari!