Ekki hefur heyrst bofs í þeim félögum, Björgvini og Adam undanfarnar vikur en þeir eru með hinn bráðskemmtilega hlaðvarpsþátt Mannlífs, HEIMSKast.
Þættirnir ganga út á heimsku. Og dauða. Sem sagt heimskulega dauðdaga. Og svo heimskupör þáttastjórnenda sem eru heppnir að hafa ekki hlotið heimskulega dauðdaga sjálfir – en lífið er nú ekki búið enn. Þeir félagar notast við heimasíðu verðlaunanna Darwin Awards en þar er safnað saman heimskulegustu dauðdögum heimsins og verðlaun veitt fyrir þá heimskulegustu.
Ýmislegt hefur tafið framleiðslu á þáttunum undanfarið, svo sem veikindi, tæknilegir örðugleikar, meiri veikindi, brjálaðir ljósmyndarar og enn meiri veikindi. En nú er komið að næsta þætti.
En það er twist.
Adam er vant við látinn sem stendur og stekkur blaðakona Mannlífs, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, inn fyrir þann breska og ljáir hlustendum rödd sína og hlátur (sem er afar krúttlegur). Eitthvað var hún ekki að fatta að þættirnir eru lítið klipptir en það kom bara vel út.
Unnið er að því að koma þættinum í loftið á allra næstu dögum en þar til það hefur gerst má hlusta á gamla þætti, t.d. inni á Spotify. Hér er til dæmis einn þeirra: