Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Þetta eru verstu vinnustaðir landsins: „Ég hélt að mér væri að blæða út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýverið skapaðist mikil umræða á samskiptaforritinu Reddit um verstu vinnustaði landsins. Fjöldi manns tók þátt í umræðunni þar sem tekin voru fyrir mál á borð við launasvik, kynferðisofbeldi og annað misferli.

Heitar umræður á samfélagsmiðlum og í raun bara alls staðar. Og þar á meðal á einu stærsta vefsvæði veraldar. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga notar vefsvæði Reddit. Dæmi um fræga sem hafa notast mikið við vefinn er Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Á Reddit skapast iðulega umræður um hin ýmsu málefni og það er ekki ýkja algengt að Íslendingar séu þar til umfjöllunar. Svo er hins vegar nú og að þessu sinni er það umræða um verstu vinnustaði landsins. 

Þau sem sagt nenntu ekki einu sinni að tala við mig

Kona nokkur lýsir hræðilegri reynslu sinni á að starfa við útkeyrslu hjá Póstinum: „Eg var nýlega orðin ólétt og var þarna að missa fóstur. Eg helt að mér væri að blæða ut, leið i raun bara eins og að fóstrið væri með riðgaðan óbeittan hníf að reyna skera sig út. Verkirnir að innan voru þeir alverstu sem eg hef upplifað. (Og þarna hafði eg aður fætt 2 born an deyfinga) Að sjálfsögðu var eg ekki að fara mæta í þessu ástandi. Yfirmaðurinn BILAÐIST. Sakaði mig um að vera ekki traustsins virði og aldrei hægt að treysta á mig“. Margir virðast eiga slæma reynslu á því að vinna fyrir Póstinn: „Vann þar í 25 ár, frétti svo einn daginn í sjúkraleyfi að mér hafði verið sent uppsagnarbréf 3 mánuðum áður. Í pósti. Sem ég sá aldrei. Þau semsagt nenntu ekki einu sinni að tala við mig áður. Topp lið.“

„Vann hjá blómaheildsölu frá 15-18 ára, borgaði mér alltaf lágmarkslaun miðað við aldur.

Fékk aldrei yfirvinnu greidda þó ég vann oft 10-12 tíma á dag. Var oft að skila 220 tímum á mánuði. Svo voru öll stimpilkort tætt í enda mánuðs (eflaust til að fela sporin sín). Svo núna fyrir stuttu síðan sá ég hann var dæmdur fyrir tollsvik á blómum! (6mkr sekt)“ segir einn notandinn en hann segist enn í dag vera að eiga við andlegar afleyðingar þess að starfa fyrir heildsöluna.

Þeir sem reyktu máttu setjast út

Annar notandi sagðist hafa neyðst til að byrja að reykja til að fá pásu í vinnu hjá N1: „Vann svo hjá N1 en það var helvíti yfirmaðurinn okkar bannaði okkur að setjast niður á 12 tíma vöktum og máttum bara taka pásu til að éta og hann tékkaði á manni og rak á eftir manni og þegar maður var búinn að éta þá var pásan búin. Þeir sem reyktu máttu setjast út meðan þeir reyktu svo eg byrjaði að reykja.“

- Auglýsing -

Icelandair Hotels sveik starfsmann sinn um laun; „Ég er nýbyrjuð að vinna á Icelandair hotels. Fyrst líkaði mér mjög vel, og yfirmaðurinn var mjög skemmtilegur, fyndinn og vinalegur. Nema, hann kenndi mér ekki að skrá mig inn í kerfið fyrsta heila mánuðinn, og hálfa þar á eftir… Hann sagði mér bara að hann myndi „skrá“ niður allar vaktirnar, og ég trúði því eins og kjáni. En svo fæ ég ekkert útborgað eftir fyrsta mánuðinn, ekki neitt. Ég tala við hann yfirmanninn, og hann útskýrir að þetta hitti bara svona á tímana, að ég mun fá tvöfalt útborgað næsta mánuðinn. Ég trúði því.Síðan þegar næstu mánaðarmót koma, þá fæ ég HUNDRAÐ ÞÚSUND útborgað fyrir 2 mánuði, og allar aukavaktirnar!!!“

Svo virðist sem hótelbransinn á Íslandi sé þekktur fyrir svona hegðun: „Vann hjá fosshótel og var svikinn um laun, vann þar aftur mörgum árum seinna og var svikinn aftur en kærði það og fékk greitt. Þar voru að vinna útlendingar sem fengu aldrei borgað heilt sumar. Veit ekki hvernig það endaði.“

Einnig eru nokkrar sögur úr veitingageiranum: „þetta er hrikalegt hef unnið sem uppvaskari, yfirkokkur, og fleira í þessum bransa en þetta er hrikalegt. Fyrir utan launabullið og vaktabullið þá voru rosalega oft vandræði með hráefni og þjónar og kokkar neyddir til að taka þátt í óheiðarleika með því að notq mun verri og ódýrari hráefni en kúnninn er látinn halda.“

- Auglýsing -

„Versta sem eg varð vitni að er ungar stelpur að þjóna langt fram á nótt á mjög lágum launum að þola áreiti og kynferðislega áreitni frá drukknum kúnnum. Stundum 16 ára stelpur.“

Þetta er aðeins brot af umræðunni en það eru um hundrað manns sem hafa sett inn athugasemd við þráðinn með sögur af allskyns misferli sem líðst á íslenskum vinnumarkaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -