Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Arnar opnar sig loks um brottrekstur Eiðs Smára: „Og svo erum við góðir og miklir vinir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, viðurkennir loks að hafa tekið þátt í þeirri ákvörðun að reka góðvin sinn og aðstoðarþjálfara, Eið Smára Gudjohnsen. Hann segir ákvörðunina hafa verið rétta, nauðsynlega og þungbæra.

Fram til þessa hefur Arnar ekki tjáð sig um brottreksturinn, ekkert frekar en formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, sem hefur skýlt sig bakvið trúnað um persónuleg málefni Eiðs. Arnar landsliðsþjálfari hefur nú viðurkennt að hann tók þátt í ákvörðuninni um uppsögnina.

Sjá einnig: Svona var atburðarrásin þegar Eiður Smári var rekinn

Eiður var rekinn fyrir viku síðan en í tilkynningu frá KSÍ var sagt að uppsögnin væri gerð með samkomulagi stjórnar og Eiðs. Líkt og Mannlíf greindi frá tengist brottreksturinn hins vegar áfengisneyslu í KSÍ-partý eftir leik landsliðsins gegn N-Makedóníu um miðjan mánuðinn. Vanda formaður var í partýinu og samkvæmt fundagerðinni hringdi hún í alla stjórnarmenn eftir heimkomuna. Eiður Smári var svo rekinn eftir fund stjórnar.

Sjá einnig: Eiður Smári hættur með landsliðið: „Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi“

Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi. 

„Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -