- Auglýsing -
„Þetta er spennandi verkfæri og tækifæri til þess að lyfta íslenskum landbúnaði,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem er að byrja með hlaðvarpsseríu hjá Mannlífi. Þáttaröðin heitir Landbúnaðarráðherra Mannlífs.
Guðni mun einbeita sér að viðmælendum sem tengjast landbúnaði og framtíð sveitanna. Það mætti orða það sem svo að „Þar sem tveir menn koma saman, þar er hlaðvarp“.
„Störf bóndans, landbúnaðurinn og öll þau tækifæri sem hann gefur Þessari þjóð eru mitt hjartans mál. Viðmælendur mínir munu með þekkingu sinni og hugsjónum marka ný spor;“ segir Guðni.
Fyrsti þátturinn af Landbúnaðarráðherranum verður sendur út á sunnudag á mannlif.is og vikulega þar eftir. Þátturinn er sendur út sem Vef-TV og einnig sem hlaðvarp á öllum helstu streymisveitum.