Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Anna Kristjáns hraunar yfir heimalandið: „Á Íslandi er veðrið nánast alltaf vont“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir skrifar um veðrið og nýjasta ráðherra Svíþjóðar í bráðskemmtilegum pistli sínum á Facebook í dag. Anna hefur haldið úti færslum á Facebook í 842 daga en þá skrifar hún á Tenerife, þar sem hún býr.

Í nýjasta pistli sínum talar hún um muninn á veðrinu á Íslandi og á Tenerife.

„Ég heyrði eitt sinn einhvern Íslending kvarta yfir veðrinu á Tenerife. Það væri hundleiðinlegt að vera þar sem alltaf væri sama veðrið, eitthvað annað en á Íslandi þar sem væri fjölbreytt veðurfar. Ég er þessu ósammála. Það er vissulega oftast gott veður á Tenerife, en samt er veðrið mjög fjölbreytt,“ skrifar Anna í byrjun pistilsins. Og hún heldur áfram.

„Á Íslandi er veðrið vont, það er margbreytilegt en nánast alltaf vont. Þar ríkir kuldi og þar ríkir bleyta eða snjókoma. Ef að kemur fyrir að að sést til sólar er venjulega svo kalt að best er að halda sig innandyra og kallast slíkt gluggaveður. Stundum verður veðrið verulega vont. Það kallast bræla ef er til sjós, annars rok og rigning ef er á þurru landi. Við skulum ekkert nefna ísingarveðrin, stundum kölluð manndrápsveður. En það er sjaldnast gott veður á Íslandi. Ég minnist þó eins dags í byrjun ágúst, sennilega um 2006 sem hitinn fór í 25,4°C í Reykjavík og var kallað hitamet enda hitabylgja í gangi að mati eyjaskeggja á Íslandi.“

En hvernig er þá veðrið á Tenerife?

„Á Tenerife er veðrið gott, það er margbreytilegt en nánast alltaf gott. Þar ríkir hlýja og þar ríkir sólskin og baðveður. Þá sjaldan sem ský dregur fyrir sólu er kvartað, en það kemur samt fyrir og rigningin á það til að koma um háveturinn. Verst af öllu eru samt Calima veðrin þegar sandkornin í Sahara eyðimörkinni leggjast í ferðalag á haf út og yfir okkur. Ef þau eru mild er það gott, en stundum verða þau slæm og þá er ekki gaman að vera á Tenerife. Ég minnist febrúardags árið 2020 þegar veðrið var svo slæmt að ferjurnar rákust á hverja aðra í höfninni í Los Cristianos þar sem ekki sást handa minna skil, hvað þá á milli fingra skipstjórnarmanna á ferjunum. Allt flug lá niðri, en Bretarnir mínir mættu samt á barinn og drukku sandblandaðan bjórinn sinn.
Í ágúst síðastliðnum varð hitabylgja, fór upp í 45°C á flugvellinum en var einungis 32°C á sama tíma í Los Cristianos í fjórtán kílómetra fjarlægð. En ég hefi líka séð næturhitann fara niður í 13°C í janúar. Veðrið er svo sannarlega margbreytilegt á Tenerife, en öfugt við Ísland, nánast alltaf gott. Þess vegna kýs ég að búa á Tenerife, en ekki á Íslandi því hér er yndislegt að vera.“
Í lok færslunnar drepur Anna lauslega á nýja skólamálaráðherra Svíþjóðar, transkonuna Linu Axelsson Kihlblom.
„Ég hefi fengið nokkrar fyrirspurnir síðustu dagana um nýja skólamálaráðherrann í Svíþjóð sem er transkona. Ég viðurkenni skömm mína. Ég man ekkert eftir henni. Það er auðvitað mín skömm því hún var meðlimur í Föreningen Benjamin þegar ég var virk þar og formaður félagsins í tvö ár. Lina Axelsson Kihlblom er fædd 24. júní 1970, fór í gegnum ferlið í Svíþjóð á svipuðum tíma og ég, en fór í aðgerð til leiðréttingar á kyni í ágúst 1995, þ.e. fjórum mánuðum á eftir mér. Flott kona. Svo mörg voru þau orð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -