Anna Kristjánsdóttir skrifar um veðrið og nýjasta ráðherra Svíþjóðar í bráðskemmtilegum pistli sínum á Facebook í dag. Anna hefur haldið úti færslum á Facebook í 842 daga en þá skrifar hún á Tenerife, þar sem hún býr.
Í nýjasta pistli sínum talar hún um muninn á veðrinu á Íslandi og á Tenerife.
„Ég heyrði eitt sinn einhvern Íslending kvarta yfir veðrinu á Tenerife. Það væri hundleiðinlegt að vera þar sem alltaf væri sama veðrið, eitthvað annað en á Íslandi þar sem væri fjölbreytt veðurfar. Ég er þessu ósammála. Það er vissulega oftast gott veður á Tenerife, en samt er veðrið mjög fjölbreytt,“ skrifar Anna í byrjun pistilsins. Og hún heldur áfram.
„Á Íslandi er veðrið vont, það er margbreytilegt en nánast alltaf vont. Þar ríkir kuldi og þar ríkir bleyta eða snjókoma. Ef að kemur fyrir að að sést til sólar er venjulega svo kalt að best er að halda sig innandyra og kallast slíkt gluggaveður. Stundum verður veðrið verulega vont. Það kallast bræla ef er til sjós, annars rok og rigning ef er á þurru landi. Við skulum ekkert nefna ísingarveðrin, stundum kölluð manndrápsveður. En það er sjaldnast gott veður á Íslandi. Ég minnist þó eins dags í byrjun ágúst, sennilega um 2006 sem hitinn fór í 25,4°C í Reykjavík og var kallað hitamet enda hitabylgja í gangi að mati eyjaskeggja á Íslandi.“
En hvernig er þá veðrið á Tenerife?