Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Jóhannes opnar sig um tvíkynhneigðina: „Þetta hafði verið að angra mig dálítið í einhvern tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var hreinlega orðinn þreyttur á því að vera settur í rangt box.“

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í einlægu viðtali við Gay Iceland.

Í viðtalinu lýsir Jóhannes því hvernig hann uppgötvaði og lærði að skilja eigin kynhneigð, en hann er tvíkynhneigður. Hann kom opinberlega út úr skápnum fyrir þremur árum síðan, en tekur það þó fram að ýmsir nákomnir honum hafi þó vitað af þessu.

„[]það tók nærri því tíu ár að átta mig á og bara skilja hvað tvíkynhneigð væri. Er ég gagnkynhneigður maður sem laðast líka að mönnum, eða? Hvað þýðir tvíkynhneigð? Er þetta annaðhvort-eða?

Jóhannes segir vitað að tvíkynhneigðir menn séu þarna úti. „Það er mikið af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er val eða ekki, koma fram í sviðsljósið.“

 

Var sískynja, gagnkynhneigði karlmaðurinn

Jóhannes ákvað að koma opinberlega út með kynhneigð sína eftir að hann var gestur í Vikulokunum á Rás 1. Hann hafði ekki falið þetta fram að því en ekki fundið sérstaka þörf fyrir að tala um það að fyrra bragði.

- Auglýsing -

Þátturinn var á dagskrá viku fyrir Hinsegin daga í Reykjavík og með honum sem gestir í setti voru þær Hanna Katrín Friðriksdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

„Báðar tvær eru þær baráttukonur fyrir réttindum hinsegin fólks. Þegar umræðan fór svo að snúast um Hinsegin daga varð alveg ljóst hvert mitt hlutverk í hópnum var. Ég var sískynja, gagnkynhneigði karlmaðurinn í setti með tveimur lesbíum. Það gerði svolítið útslagið, ég varð bara þreyttur á því að vera settur í rangt box. Þetta hafði verið að angra mig dálítið í einhvern tíma en þetta ýtti mér yfir brúnina,“ segir Jóhannes.

Eftir þetta tók Jóhannes ákvörðun um að vera mun opnari með kynhneigð sína en hann hafði áður verið. Þegar kom að Hinsegin dögum hringdi hann í móður sína og systur. Hann skrifaði líka færslu um málið á Facebook og fékk afar jákvæð viðbrögð.

- Auglýsing -

 

Mamma hafði áhyggjur af áhrifum á starf hans 

Jóhannes segir að þrátt fyrir að flest viðbrögðin hafi verið jákvæð, hafi sum þeirra þó verið full dramatísk. Til að mynda hafi sumir vinir hans haldið að hann væri að skilja við konuna sína þegar þeir sáu færslu hans á Facebook.

„Mamma mín hafði aðallega áhyggjur af því hvort þetta myndi hafa einhver áhrif á starfið mitt. Þetta voru svona hlutir sem komu mér til að sjá hvaða hluti mikið af fólki, ef til vill flest fólk, þarf að takast á við þegar það kemur út úr skápnum sem hinsegin. Í mismiklum mæli auðvitað. Ég var mjög heppinn, þetta var mjög lítið hjá mér.“

Umræður um veruleika tvíkynhneigðra karlmanna

Jóhannes tók nýverið þátt í umræðupanel Samtakanna 78 fyrir tvíkynhneigða karlmenn. Hann segir þá hafa verið þrjá saman að ræða veruleika tvíkynhneigðra karlmanna á Íslandi.

„Það var dálítið skrýtið að enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum karlmönnum. Eftirá áttaði ég mig á því að þeir voru að minnsta kosti fimm talsins í þessu sama herbergi í Norræna Húsinu.“

 

Lífið er grátt

Jóhannes segir að ef til vill sé tvíkynhneigð ekki nákvæm skilgreining í hans tilfelli, en það sé þó sú skilgreining sem passi honum einna best.

Hann segir að þegar hann hafi verið að fikra sig í átt að skilgreiningu sem passaði honum og í leiðinni skilja hvað tvíkynhneigð væri, hafi hugmyndin um pankynhneigð farið að láta til sín taka og að það væri munur á þessu tvennu.

„Umræðan um réttindi transfólks og viðurkenning á transfólki spilar þarna inn í. En fyrir mér er þetta tvennt nákvæmlega það sama. Tvíkynhneigð er mitt orð yfir það. Það lýsir mér. Almennt séð er ég ekki hrifinn af þeirri hugmynd að þú getir aðeins laðast að þessum tveimur kynjum, öðru eða báðum. Það er eins og að gera allt annað hvort svart eða hvítt. Lífið er grátt. Það er ekki annaðhvort-eða,“ segir Jóhannes.

 

Viðtalið má finna á Gay Iceland.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -