Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði færslu á Twitter-síðu sinni þar hún kallar eftir auknu frelsi á leigubílamarkaði hér á landi:
„Kannski myndi ölvunarakstur minnka ef það væri auðveldara að fá leigubíl.“
Nýverið var greint frá því að eftirlitsstofnun EFTA hefði sent íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit sitt vegna brota á EES-samningnum – með takmörkunum á úthlutun leigubílaleyfa; þá sagði samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, álitið setja leigubílafrumvarpið í forgang; sem mögulega gæti opnað fyrir farveitur á borð við Uber og Lyft á Íslandi.
Sjónvarpsstjarnan og fyrrum borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson, lagði orð í belg; skrifaði eftirfarandi við áðurnefnda færslu Katrínar á Twitter:
„Hárrétt. Ég verð að segja að mér finnst það bara hneyksli hvað það virðist öllum vera drullusama um þetta mál. ESB virðist ætla að þvinga okkur útí frelsi í þessu – eins og í svo ótalmörgu öðru.“